Kaliber
KALIBER sérhæfir sig í vefhönnun, vefforritun, uppsetningu og rekstri vefsíðna, netverslana, netleiga, birgðatengingum, sérforritun og hýsingu. Kaliber hefur alltaf sett hraða og skilvirka þjónustu við fyrirtæki í forgang og gengur strax í verkin.
Fáðu hágæða, hraðvirka og notendavæna vefsíðu sem dregur að viðskiptavini. Við hjá Kaliber sköpum lausnir sem skila árangri.
Netverslanir og netleigur
Vantar þið netverslun eða leiguvef? Við erum sérfræðingar í netverslunum! Hvort sem um ræðir einfaldar netverslanir með greiðslugátt eða þróaðri netverslanir með tenginum við viðskiptakerfi og birgðarstjórnun. Höfum unnið með flestar tegundir vefverslana en þó aðallega Woocommerce og Shopify. Við höfum þróað okkar eigin lausnir í almennum verslunum og leigum og aðlögum að þörfum hverrar þjónustu.
Vefsíðugerð, vefforritun, sérsmíði og rekstur kerfa
KALIBER hefur sérhæft sig í vinnslu flókinna veflausna og bakvinnslukerfa fyrir viðskiptavini á Íslandi og erlendis. Við höfum sett upp og rekum fjölmörg innri-kerfi fyrirtækja og getum aðstoðað við að ná fram hagræðingu í þínum rekstri.
Hýsing
KALIBER býður viðskiptavinum sínum upp á eina öruggustu gæðahýsinu sem völ er á. Allir vefir eru afritaðir daglega og uppfærðir reglulega. Hvert vefsvæði er á sérsvæði en ekki á sameiginlegu eins og almennt er um ódýrari hýsingar. Hver og ein hýsing hefur því sinn eigin Cpanel. Ótakmarkað pláss og netföng.
Veflausnir fyrir öll tæki
Veflausnir í dag þurfa að virka á öllum tækjum. Við smíðum einn vef sem virkar allstaðar.
SEO og eftirfylgni
Eftir að vefsíðan eða hugbúnaðurinn er kominn í loftið skiljum við þig ekki eftir. Við fylgjum okkar verkum eftir. Við skráum nýja vefi á leitarvélar og sjáum til að þær finnist og staðsetjist ofarlega í leitarniðurstöðum.
Þjónusta við fyrirtæki
Stór hluti starfsemi KALIBER er almenn þjónusta við fyrirtækin okkar. Við setjum fyrirtækin í forgang og reynum að leysa allt samdægurs, engin röð eða “þú ert númer 11 í röðinni”. Við leysum hlutina strax og gerum það á persónulegan hátt..
WordPress öryggisuppfærslur
Eitt það versta sem eigendur WordPress vefsvæða gera er að sleppa uppfærslum sem reglulega koma frá fyrirtækinu svo og uppfærslum á sniðmátum og vefkerfum. Vanræksla á slíku veldur veikleikum á vefsvæðinu sem tölvuþrjóta nýta sér. KALIBER býður upp á að skanna vefsvæði og uppfæra til að tryggja hámarks öryggi.